30. maí 2024

Geðsveiflan 2024 til styrktar Geðhjálpar

Geðsveiflan 2024 mun fara fram 21. júní næstkomandi, en um er að ræða viðburð til styrktar Geðhjálpar þar sem markmiðið er að vekja athygli á geðheilbrigði og mikilvægi þess að stunda íþróttir, útivist og bæta félagslega heilsu.

Guðmundur Hafþórsson mun spila golf í 24 tíma á vellinum, 5 hringi og munu einstaklingar og fyrirtæki hafa tækifæri á að taka þátt í þessum frábæra viðburði (litla móti). Golfklúbburinn Oddur og Golfsamband Íslands hafa tekið höndum saman með Guðmundi í að gera þennan viðburð að veruleika.

Það verða möguleikar á að spila með í þessum 5 hringum. Það verða 3 styrktar rástímar í gangi 5x yfir þessa 24 tíma samtals um 55 pláss. Hér er hægt að styrkja Geðhjálp beint á www.styrkja.is/gedsveiflan en auk þess verða aðrar styrktarleiðir í boði, en það verður kynnt betur þegar nær dregur.

Golfíþróttin er frábær íþrótt fyrir andlega heilsu, en hún veitir fólki tækifæri til að kúpla sig út úr stressi daglegs lífs, vera úti í náttúru í góðum félagsskap í næði frá netheimum og símum. Við hvetjum alla til að fylgjast vel með, fylgja viðburðinum á Facebook og taka þátt í því að styrkja gott málefni.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram