27. maí 2016

Hefur okkur borið af leið?

Málþing Geðhjálpar í samstarfi við  Geðlæknafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands og Sálfræðingafélag Íslands um greiningar, geðlyfjanotkun og sjúkdómsvæðingu. Heiðursgestur er hinn þekkti bandaríski geðlæknir, fyrirlesari og höfundur bókarinnar Saving Normal Allen Frances.

Málþingið fer fram á ensku. English translate here.

Gullteigur, Grand Hótel 15. Júní  2016.

Fundarstjóri, Héðinn Unnsteinsson.

13.00 – 13.15   Inngangsorð
Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar.

13.15 – 15.00   Geðgreiningar: notkun þeirra og misnotkun
Allen Frances, geðlæknir, fjallar um áherslur sínar í vinnunni við DSM4, gagnrýni á DSM5, ofgreiningar, yfir- og undirþjónustu,  ofneyslu lyfja og sérstöðu Íslands hvað varðar ofneyslu lyfja.

15.00 – 15.15    Kaffi

15.15 - 15.25     Húmor - geðveikt leikhús.
Leiklistahópur Hlutverkaseturs í stjórn Ednu Lupita sem heitir "Ég er Jón"

15.25 – 15.35    Það er ekkert að mér en það kom eitthvað fyrir!!
Einar Björnsson.

15.35 – 15.45    Sannleikurinn mun gera yður frjálsan
Auðna Ýrr Oddsdóttir.

15.45 – 16.40    Pallborðsumræður

Héðinn Unnsteinsson stýrir pallborðsumræðum með þátttöku Allen Frances,  Hrannars Jónsson formanns  Geðhjálpar, Þórgunnar Ársælsdóttur frá Geðlæknafélagi Íslands, Gunnlaugar Thorlacius frá Félagsráðgjafafélagi Íslands, Sylviane Lecoultre frá Iðjuþjálfafélagi Íslands og Bóasar Valdórsson frá Sálfræðingafélagi Íslands.

Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig  á málþingið með því að senda tölvupóst með nafni þátttakanda  og  nafni og kennitölu greiðanda verkefnisstjori@gedhjalp.is. Aðgangseyrir kr. 2.000, frítt fyrir félaga í Geðhjálp. Hægt er að skrá sig í Geðhjálp á www.gedhjalp.is. Hægt er að festa kaup á bókinni Saving Normal í Eymundsson og við innganginn á málþinginu.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram