Sigurborg Sveinsdóttir er iðjuþjálfi að mennt, sem hefur síðastliðin 10 ár unnið að hagsmunamálum notenda í grasrótinni og innan geðheilbrigðiskerfisins. Hún býr sjálf yfir persónulegri reynslu af andlegum áskorunum og af því að vera í aðstandenda hlutverki. Undanfarin misseri hefur Sigurborg starfað við jafningjastuðning (IPS, intentional Peer support) og er einnig með IPS þjálfararéttindi. Hún hefur unnið í verkefnum með Geðþjónustu LSH, meðal annars að innleiðingu jafningjastuðnings og Nsn (Notandi spyr notanda) gæðaúttekt.
Nýjar nálganir þegar kemur að sjálfsskaða og sjálfvígum er eitt af þeim málum sem eru Sigurborgu hugleikin en hún er einn af meðhöfundum, bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum. Sigurborg vil sjá frekari áhrif notenda á þróun geðheilbrigðismála og markvissar breytingar á viðhorfum og menningu þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu með áherslu á mannúð og mannréttindi.