Jón Ari Arason

Jón Ari Arason hefur um langt árabil, með hléum þó, verið áhugamaður um geðrækt, geðvernd, og geðheilbrigði almennt, og starfað á því sviði bæði sem sjálfboðaliði innan ýmissa félagasamtaka og starfsmaður hjá Hlutverkasetri og á geðsviði Landspítalans. Jafnframt hefur hann persónulega reynslu af því að veikjast á geði og að ná bata.

Jón Ari var einn af upprunalegu stofnendum Hugarafls þar til leiðir skildu 2006. Á þeim tíma uppgötvaði hann þörf á að styðja aðra í svipaðri stöðu í sínu bataferli ásamt því að hvetja fagfólk og notendur til að bera saman bækur sínar í meiri mæli en tíðkaðist áður. Jón Ari er á því, enn í dag, að með samstarfi þessara hópa í góðri trú, þar sem fagfólk mæti lífsreynslu notenda með samkennd og notendur mæti vísindastarfi og þekkingu fagfólks af virðingu, geti valdið straumhvörfum í þessum málaflokki.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram