Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæslan starfrækir fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.

Þjónusta þeirra grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuverndar og byggir á víðtæku þverfaglegu samstarfi.

Ef það er ekki um bráðatilvik að ræða ætti fyrsta viðkoma að vera hjá heilsugæslunni.

Geðheilsustöð Breiðholts

Staðsetning er að Álfabakka 12 & 16. Sími Geðheilsustöðvarinnar er 411-9600 Opið er fyrir ráðgjafasíma alla daga nema miðvikudaga frá kl. 12.30 til 14:30. Ráðgjafasíminn er 411-9680.

Þjónusta Geðheilsustöðvar Breiðholts er samstarfsverkefni Heimaþjónustu Reykjavíkur og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Markmið samstarsins er að efla þjónustu við nærsamfélag Breiðholts og efri byggða Reykjavíkur. Geðheilsustöðin þjónustar einnig íbúa Grafarvogs, Grafarholts, og Árbæjar. Geðteymið er þverfaglegt og sinnir heimavitjunum og viðtölum. Sótt er um þjónustu geðteymisins með því að fylla út umsóknareyðublað á www.reykjavik.is að gefnu samþykki þjónustuþega. Þjónustuþegi verður að hafa greiningu á geðsjúkdómi og geðteymið sinnir ekki einstaklingum í virkri neyslu.

Landspítalinn

Geðsvið Landspítala sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Lögð er áhersla á þátttöku í geðheilbrigðisþjónustu þar sem sviðið veitir stuðning og er í samvinnu við heilsugæslu og aðra velferðarþjónustu utan sjúkrahúsa.

Bráðaþjónusta geðsviðs

Bráðamóttaka geðsviðs er staðsett á fyrstu hæð í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut og er opin þeim sem eiga við bráða geðræna erfiðleika að stríða. Til bráðamóttöku getur fólk leitað með áríðandi mál af geðrænum toga án þess að eiga pantaðan tíma.

Bráðamóttakan er opin kl. 12.00 – 19.00 virka daga og kl. 13.00 – 17.00 um helgar og alla helgidaga. Í neyðartilvikum utan þessa tíma er hægt að leita til bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Sími bráðamóttöku geðdeildar er 543 4050 á þeim tíma sem opið er.

Símaráðgjöf: Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku veita símaráðgjöf á opnunartíma varðandi aðgang að þjónustunni og annað er lýtur að bráðameðferð.

Ekki eru gefin ávanabindandi lyf á bráðamóttöku geðdeildar.
Fulltrúi notenda

Bergþór Grétar Böðarsson sinnir því hlutverki og  hefur aðsetur á geðsviði LSH. Hægt er að hafa samband í síma: 543-4081 og 824-5315 Tölvupóstur: bergbo@landspitali.is
Staða fulltrúa notenda var sett á laggirnar árið 2006 og tók fulltrúinn sæti í gæðaráði geðsviðs. Tilgangur með sköpun þessa stöðugildis er í megindráttum sem hér segir:

  • Efla notendaþekkingu á geðsviði LSH hjá starfsfólki sviðsins
  • Bæta ímynd, þjónustu og viðmót á geðsviði LSH
  • Sýna fram á að fyrrverandi notendur eigi fullt erindi í vinnu með fagfólki á geðheilbrigðisstofnun
  • Auka samvinnu við notendur þjónustu geðsviðs LSH

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri

Eyrarlandsveg

Sími 463-0100 og neyðarsími er 848-2600

 

Geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri er eina sérhæfða geðdeildin utan höfuðborgarsvæðisins

Yfirlýst stefna deildarinnar er að vera í nánu samstarfi við heilsugæsluna og aðra velferðarþjónustu.

Deildin samanstendur af bráðadeild, sem hefur 10 bráðalegurými og dag- og göngudeild. Bráðadeildin er staðsett í aðalbyggingunni á jarðhæð en dag- og göngudeildin er staðsett í tengibyggingu sem kallast Sel.