22. nóvember 2023

Jafningjastuðningur í geðheilbrigðisgeiranum – Nína Eck, teymisstjóri jafningja á Landspítala og IPS þjálfari

Geðhjálp stendur fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur. Erindin verða haldin í sal Hlutaverkaseturs í Borgartúni 1, 105 Reykjavík kl. 20:00 og fara fram einn þriðjudag í mánuði. Boðið verður upp á kaffi og spjall að fyrirlestrinum loknum.

Þriðja fræðsluerindi vetrarins var haldið 21. nóvember þegar Nína Eck, teymisstjóri jafningja á Landspítala og IPS þjálfari, fjallaði um jafningjastuðning í geðheilbrigðisgeiranum. Jafningjastuðningur er ákveðin aðferð eða tækni til samskipta, stunduð víða um heim með góðum árangri í margvíslegu samhengi. Aðferðin gengur meðal annars út á að einstaklingur nýtir bæði þjálfunina og sína eigin reynslu af erfiðum tímum til þess að tengjast og styðja aðra einstaklinga.

Um fræðsluerindið

Intentional Peer Support jafningjanámskeiðin eru að mörgu leyti vannýtt auðlind. Námskeiðið kennir fólki ekki aðeins að byggja upp sambönd sem byggja á sameiginlegri ábyrgð, samkennd og trausti í atvinnuskyni, heldur læra nemendur einnig hversu mikilvæg slík sambönd eru fyrir okkur sem mannverur og hvernig lífsreynsla okkar hefur áhrif á getu okkar og vilja til þess að eiga uppbyggileg sambönd.

Þetta hljómar allt kannski frekar vel og skemmtilega, en hvernig nákvæmlega er þessi tengslaaðferð? Hvernig vinna jafningjar í Geðþjónustu Landspítala? Hvaða hlutverki sinna jafningjar innan stofnunarinnar? Nína Eck er teymisstjóri jafningja í Geðþjónustu Landspítala, meistaranemi til starfsréttinda í félagsráðgjöf og Intentional Peer Support þjálfari. Hún hefur reynslu sem fyrrum notandi geðheilbrigðisþjónustu en hún hefur meðal annars verið greind með jaðarpersónuleikaröskun og hefur 15 ára reynslu af sjálfsvígshugsunum.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram