22. október 2020

Liggur svarið í náttúrunni?

Framsaga og umræður um mögulega framtíð vitundarvíkkandi efna í geðheilbrigðisþjónustu fór fram fimmtudaginn 22. október frá kl. 15:00 til 18:30. Vegna sóttvarnaaðgerða var málþingið eingöngu á netinu. Frummælandi var dr. Robin Carhart-Harris forstöðumaður rannsóknaseturs um vitundarvíkkandi efni hjá Imperial College í London.

Robin hefur undanfarin ár leitt rannsóknir á vitundarvíkkandi efnum við háskólann. Eftir hann hafa birst á 6. tug vísindagreina um viðfangsefnið. Hann stýrði m.a. umfangsmikilli rannsókn á notkun psilocybin við alvarlegu þunglyndi og var heimildamyndin Magic Medicine gerð um þær rannsóknir. Auk Robin héldu innlendir fagaðilar erindi auk þess sem notendur lýstu reynslu sinni. Í lokin sátu þátttakendur í pallborði þar sem málþingsgestir gátu spurt spurninga.

Dagskrá

15:00 Héðinn Unnsteinsson: Hvers vegna erum við hér?
15:10 Reynslusögur 15:15 Haraldur Erlendsson: Forn þekking gefur nýja von...
15:45 Spurningar
15:55 Lilja Sif Þorsteinsdóttir: Hvert er hlutverk meðferðaraðila þegar kemur að hugvíkkandi efnum?
16:15 Spurningar
16:25 Reynslusögur
16:30 Robin Carhart-Harris: An introduction to psychedelic science
17:10 Spurningar
17:25 Reynslusögur
17:30 - 18:15 Pallborðsumræður

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram