12.03.2020: Ný dagsetning komin fyrir málþingið: 22. október 2020. Sami staður, sömu tímasetningar, sama dagskrá.
Framsaga og umræður um mögulega framtíð vitundarvíkkandi efna í geðheilbrigðisþjónustu – haldið í sal Íslenskrar Erfðagreiningar í Vatnsmýri fimmtudaginn 12. mars nk. Frá kl. 15:00 til 18:30.
Frummælandi er dr. Robin Carhart-Harris forstöðumaður rannsóknarseturs um vitundarvíkkandi efni hjá Imperial College í London. Robin hefur undanfarin ár leitt rannsóknir á vitundarvíkkandi efnum við háskólann. Eftir hann hafa birst á 6. tug vísindagreina um viðfangsefnið. Hann stýrði m.a. umfangsmikilli rannsókn á notkun psilocybin við alvarlegu þunglyndi og var heimildamyndin Magic Medicine gerð um þær rannsóknir.
Auk Robin munu innlendir fagaðilar halda erindi auk þess sem notendur lýsa reynslu sinni. Í lokin sitja þátttakendur í pallborði þar sem málþingsgestir geta spurt spurninga. Endanleg dagskrá liggur fyrir í byrjun febrúar og verður kynnt hér á viðburðinum og í fjölmiðlum.
Hægt er að skrá sig hérna: Skrá mig! Skráning er hætt.
Málþingið er hér á Facebook: Ýtið á mig!