19. febrúar 2018

Málþingið Vatnaskil - Myndbönd

Athygli þín er vakin á því að nú er hægt að nálgast fyrirlestra af ráðstefnu Geðhjálpar Vatnaskil í gegnum meðfylgjandi hlekk á heimasíðu Geðhjálpar. Á ráðstefnunni fjölluðu þau Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, Dainius Puras, sérlegur ráðgjafi Sameinuðu þjóðanna, Peter Kinderman, varaformaður breska sálfræðingafélagsins, Fiona Morrissey, lögfræðirannsakandi, Jónína Sigurðardóttir og Ágúst Kristján Steinarrsson, notendur, um nýjar áherslur í geðheilbrigðismálum.  Fyrirlestrarnir eru allir aðgengilegir á síðunni ef frá er talinn fyrirlestur Fionu.

Ráðstefnan var haldin á Hótel Natura þann 1. febrúar síðastliðinn.

Geðhjálp hvetur ykkur eindregið til að nýta ykkur upptökuna og vekja athygli annarra áhugasamra á innihaldinu.

Bestu kveðjur, Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram