21. september 2017

Margrét Marteinsdóttir ráðin til Geðhjálpar

Margrét Marteinsdóttir hefur hafið störf sem kynninga– og viðburðarstjóri hjá landssamtökunum Geðhjálp.

Margrét starfaði hjá RÚV í 16 ár. Lengst af á fréttastofu RÚV.  Síðustu ár hefur hún  sinnt ýmsum verkefnum. Hún tók meðal annars þátt í að opna Kaffihús Vesturbæjar og sá um rekstur staðarins fyrsta árið. Hún skrifaði bókina Vakandi veröld – handbók fyrir neytendur sem velja umhverfisvænan lífsstíl. Vann við umönnun á deild fyrir fólk með heilabilun á hjúkrunarheimilinu Grund. Síðast starfaði Margrét í Kvennaathvarfinu.

Helstu verkefni Margrétar hjá Geðhjálp tengjast kynningarmálum og upplýsingamiðlun. Einnig viðburðarstjórnun, fræðslu og úttektum á þjónustu og réttindum.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram