Ástrós Erla í Life of a Spirit býður öllum þeim sem hafa áhuga að vera með í morgunrútínunni hennar tvisvar í viku. Morgunrútínan hennar inniheldur blöndu af jóga, sjálfsheilun, orkuæfingum, hugleiðslu, öndunaræfingum og slökun.
Tímarnir henta fyrir alla, byrjendur eða lengra komna, en þetta er frábært tækifæri til að koma sér fyrir heima, með sjálfum sér eða með fjölskyldu og börnum, fyrir vinnu, leikskóla, skóla eða annað og skapa tíma til að mæta og vera til staðar fyrir sjálfan sig.
Í tímunum mun Ástrós leggja sérstaka áherslu á að einstaklingar fái tækifæri til að kynnast sínum eigin líkama og læra að elska hann og virða enn betur. Sjálfsást er eitt af lykilatriðum tímanna en telur hún að það að elska sjálfan sig og líkama sé eitt af aðalatriðunum til að gera lífið betra í alla staði.
Fólki er frjálst að mæta eins oft og þeim hentar, hvort sem er í einn tími eða alla, en tímarnir verða 8 talsins. Ástrós verður í beinni á Zoom mánudaga og fimmtudaga kl. 7:30-8:30.
Tímarnir eru byggðir á frjálsum framlögum. Frekari upplýsingar er að finna á viðburðinum á Facebook en þar er einnig að finna tengil á viðburðinn á Zoom.