30. nóvember 2023

Niðurstöður rann­sóknar um for­dóma í garð ein­stak­linga með fíkni­vanda

Árið 2006 voru fordómar almennings á Íslandi mældir í fyrsta skipti, sem hluti af alþjóðlegri rannsókn, og árið 2022 til 2023 var sú rannsókn endurtekin af Geðhjálp undir forystu Sigrúnar Ólafsdóttur prófessors í félagsfræði við HÍ, sem einnig stýrði alþjóðlegu rannsókninni 2006. Þessi gögn gefa okkur í fyrsta skipti innsýn inn í hvernig viðhorf almennings hafa þróast á Íslandi á 16 ára tímabili.

Gögnin gefa okkur einnig mynd af stöðu mála árið 2023 sem aftur gefur okkur möguleika að meta stöðuna með tveggja ára millibili hér eftir. Því þrátt fyrir að staðan sé betri í dag en hún var árið 2006 þá eru fordómar í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir talsverðir.

Í könnuninni núna var í fyrsta spurt út í fordóma gagnvart einstaklingum með fíknivanda. Í meðfylgjandi viðtali við Sigrúnu Ólafsdóttur má sjá helstu niðurstöður þess hluta könnunarinnar.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram