19. september 2019

Nýr framkvæmdastjóri Geðhjálpar

Stjórn Geðhjálpar hefur ráðið Grím Atlason í starf framkvæmdastjóra samtakanna. Grímur hefur viðamikla reynslu af rekstri bæði innan opinbera- og einkageirans. Hann var m.a. bæjarstjóri Bolungarvíkur, sveitarstjóri Dalabyggðar og framkvæmdastjóri Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar í 8 ár. Grímur á að auki langa starfsreynslu á vettvangi heilbrigðis- og félagsþjónustu á Íslandi og í Danmörku. Síðastliðið ár hefur Grímur starfað sem verkefnisstjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.

Grímur er menntaður þroskaþjálfi og mun ljúka MBA gráðu frá Háskóla Íslands næsta vor. Grímur tekur við starfinu af Önnu Gunnhildi Ólafsdóttir sem hefur verið framkvæmdastjóri sl. 6 ár.

„Það er mér mikill heiður að vera treyst fyrir því að starfa fyrir jafn öflug og mikilvæg samtök og Geðhjálp. Málefni einstaklinga með geðrænan vanda snerta flesta þræði samfélagsins og það er margt óunnið. Ég hlakka til að starfa með öllu því góða fólki sem situr í stjórn samtakanna og á skrifstofu þeirra en ekki síst í þágu allra þeirra sem starfið þjónar.“

Geðhjálp er landssamtök þeirra sem láta sig geðheilbrigðismál varða. Tilgangur félagsins er að vinna að geðheilbrigðismálum og bæta hag þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða, barna og fullorðinna, svo og aðstandenda þeirra.

f.h stjórnar Geðhjálpar

Einar Þór Jónsson
formaður

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram