Okkar heimur er að fara af stað með fjölskyldusmiðjur sem eru fyrir fjölskyldur þar sem foreldri eða forráðamaður er með geðrænan vanda. Þær verða haldnar í Reykjavík og hefjast þær 21. september. Þær eru fjölskyldum að kostnaðarlausu en opið er fyrir umsóknir til 14. september.
Fjölskyldusmiðjurnar eru skemmtilegar hópsmiðjur fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-16 ára ásamt foreldrum eða forráðamönnum þar sem foreldri eða forráðamaður er með geðrænan vanda. Hist er á öruggum stað þar sem fjölskyldur geta komið saman, rætt og fræðst um geðrænan vanda á fordómalausan hátt.