5. september 2016

Öll sem eitt

Dagskrá í tilefni af alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga í
Geðhjálp, Borgartúni 30, 9. september 2016 kl. 15.00 – 16.45.

15.00 – 15.05 Inngangur.
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, fundarstjóri og framkvæmdastjóri Geðhjálpar.

15:05 – 15.15 Útmeð‘a – frumsýning gagnvirks forvarnarmyndbands
Hjálmar Karlsson, verkefnisstjóri Hjálparsíma Rauða krossins, segir frá öðrum áfanga Útmeð‘a forvarnarverkefnis Geðhjálpar og Hjálparsímans og frumsýnir gagnvirkt forvarnarmyndband um sjálfsskaða.

15:15 – 15.30 Með farangurinn á bakinu
Tómas Kristjánsson, sálfræðingur, fjallar um forvarnir gegn sjálfsskaða og sjálfsvígum og kynnir nýjan forvarnarvef Útmeð‘a.

15.30 – 15.40 Tónlist
Jón Jónsson, tónlistarmaður, tekur lagið.

15.40 – 16.00 Þegar neyðin er mest
Fanný Hrund Þorsteinsdóttir, Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir og Ragna Kristmundsdóttir, geðhjúkrunarfræðingar, fjalla um bráðaþjónustu geðsviðs LSH og Barna- og unglingageðdeildar LSH (BUGL).

16.00 – 16.20 Pieta á Íslandi
Auður Axelsdóttir, Hugarafli, kynnir vinnu við stofnun og rekstur ráðgjafaþjónustu vegna sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana undir merkjum Pieta House á Íslandi.

16.20 – 16.45 Kaffi – spjall.

Viðburðurinn er öllum opinn og ókeypis.
Fjölmiðlar eru sérstaklega hvattir til að kynna sér dagskrána.

Samráðshópur um Alþjóðlegan forvarnardag sjálfsvíga:
Embætti Landlæknis, Geðhjálp, Hugarafl, Ný dögun, Landspítalinn, Minningarsjóður Orra Ómarssonar, Lifa, Rauði Kross Íslands og Þjóðkirkjan.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram