26. mars 2020

Ráðgjöf í gegnum netið

Hægt er að bóka tíma hjá ráðgjafa Geðhjálpar með því að smella á eftirfarandi hlekk og fylla út upplýsingar sem þar er beðið um: Kara Connect. Einnig er hægt að panta tíma með því að senda tölvupóst á helga@gedhjalp.is eða með því að hringja í síma 570 1700.

Í ljósi þess að nú eru margir heima vegna covid-19 faraldursins, þá höfum við hjá Geðhjálp tekið í notkun fjarfundarbúnaðinn Kara Connect þar sem við getum hitt einstaklinga á öruggan hátt í gegnum netið og veitt þeim ráðgjöf eða stuðningsviðtöl. Þó er ennþá einnig í boði að koma og hitta ráðgjafa á staðnum og fá ráðgjöf í gegnum síma.

Nú reynir mikið á geðheilsu okkar og við viljum gera það sem við getum til að vera til staðar fyrir þá sem á því þurfa að halda.
Boðið er upp á ráðgjöf alla virka daga frá kl. 9 til 15 utan föstudaga en þá lokar skrifstofa samtakanna kl. 12.

Við hvetjum fólk til að hlúa vel að sér á þessum tímum samkomubanns og einangrunar. Oft getur það að tala við einhvern annan skipt sköpum við andlega velferð einstaklinga. Við erum öll með geð og það er okkar að fara vel með það.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram