13.10.2017: Því miður er búið að loka fyrir skráningar á ráðstefnuna Börnin okkar. Það komust færri að en vildu, en ráðstefnan verður tekin upp og hægt verður að nálgast fyrirlestra og fleira af ráðstefnunni bæði facebook-síðu okkar og Geðhjálpar vefsíðunni.
Geðhjálp gengst fyrir ráðstefnu um geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni undir yfirskriftinni Börnin okkar á Grand Hótel þann 17. október næstkomandi.
Á ráðstefnunni verður veitt yfirsýn yfir geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni upp í 24 ára aldur, hvað megi betur fara og hvaða leiðir séu færar til úrbóta í geðheilbrigðisþjónustu við þennan aldurshóp á Íslandi. Í framhaldi af ráðstefunni mun Geðhjálp færa heilbrigðisráðherra lista yfir helstu forgangsverkefni á sviði geðheilbrigðisþjónustu við börn á Íslandi.
Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um átak norskra yfirvalda í geðheilbrigðisþjónustu við ungabörn, hagi barna foreldra með geðrofssjúkdóma, áhrif áfalla í æsku á geðheilbrigði á fullorðinsárum, aðgengi að sálfræðiþjónustu, áskoranir í barnavernd, sjálfskaðahegðun unglinga og fjölgun ungra karlmanna á örorku svo dæmi séu nefnd.
Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig á málþingið með því að senda tölvupóst með nafni þátttakenda og nafni og kennitölu greiðanda í gegnum netfangið verkefnisstjori@gedhjalp.is Aðgangseyrir er kr. 3.500 kr., frítt fyrir félaga í Geðhjálp.
Dagskrána er hægt að sjá hér (pdf-skjal)