Ágæti stuðningsmaður/kona Geðhjálpar.
Við viljum vekja athygli þína á því að Geðhjálp gengst fyrir heilsdags ráðstefnu um geðheilbrigðisþjónustu við börn á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 17. október næstkomandi. Ef málefnið höfðar til þín hvetjum við þig til að taka daginn frá til að sækja ráðstefnuna.
Á ráðstefnunni verður meðal annars fjallað um upplifun ungs fólks af geðvanda, aðgengi barna og ungs fólks að sjálfræðiþjónustu, áskoranir í skólaþjónustu, einstaklingsmiðuð úrræði við hegðunarvanda og þjónustu við börn með flóknari vanda eins og tvíþættan vanda (vímuefna- og andlegan vanda).
Á meðal erlendra fyrirlesara verður Karen Hughes, sérfræðingur hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni. Hún mun fjalla um áhrif áfalla og erfiðra uppeldisaðstæðna á geðheilsu barna á fullorðinsárum og kostnað samfélagsins af því að ýta vandanum á undan sér.
Okkur þætti vænt um að þú hjálpaðir okkur að vekja athygli á ráðstefnunni með því að senda þessi skilaboð áfram til áhugasamra.