26. mars 2024

Rannsókn um fráhvarfseinkenni í kjölfar notkunar þunglyndislyfja

Landssamtökin Geðhjálp vekja athygli á nýútkominni rannsókn um fráhvarfseinkenni í kjölfar notkunar þunglyndislyfja, en niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að rúmlega 98% viðmælenda upplifðu fráhvarfseinkenni í kjölfar þess að hætta á þunglyndislyfjum.

Í rannsókninni töluðu flestir um að fráhvörfin hefðu haft mikil eða mjög mikil áhrif á líf þeirra, og endurtekið talað um „life changing“, eða algjör straumhvörf á lífi þeirra. Fráhvarfseinkennin voru frábrugðin því að fyrri vanlíðan væri að taka sig upp á nýjan leik.

Mikilvægt er að auka vitund um fráhvörf í kjölfar þunglyndislyfja. Heilbrigðisstarfsfólk þarf að vera reiðubúið til að styðja fólk í ákvörðunarferlinu og við niðurtröppun lyfjanna ef svo ber undir. Einnig þarf að upplýsa fólk um fráhvörf og öruggar leiðir til að trappa niður lyf, samhliða því að lyfjum er ávísað.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram