Kæru vinir og velunnarar. Nú styttist í að ræst verður frá Lækjargötu. Þátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er í senn frábær upplifun og dýrmætt tækifæri til að styðja við verðug málefni. Þónokkrir hlauparar hafa ákveðið að safna áheitum fyrir starfsemi Geðhjálpar í Reykjavíkurmaraþoninu að þessu sinni. Við erum einstaklega þakklát fyrir allan stuðninginn!
Með því að safna áheitum fyrir samtökin leggjast hlaupararnir á árarnar með Geðhjálp í baráttu samtakanna fyrir bættan hag fólks með geðraskanir og geðfötlun í samfélaginu. Samtökin vinna að því að bæta þjónustu, verja réttindi og vinna gegn fordómum með hagsmunagæslu, ráðgjöf sem og upplýsinga og þekkingarmiðlun.
Hér er hægt að heita á flottu hlauparana okkar: Geðhjálp á hlaupastyrkur.is
Áfram Geðhjálp! 😀