4. október 2023

Segðu þína skoðun – setjum geðheilsu í forgang

Í októbermánuði standa Landssamtökin Geðhjálp fyrir vitundarvakningu um geðheilbrigðismál. Markmið átaksins er að skapa vettvang fyrir fólk til að segja sína skoðun á hvað það telur mikilvægast til að bæta geðheilsu og geðheilbrigðismál á Íslandi. Tekin voru viðtöl við þrjá einstaklinga með mismunandi reynslu af geðheilbrigðiskerfinu: notandi, aðstandandi og starfsmaður.

Á þann hátt gefst fólki kostur á að hlusta á reynslu og sjónarmið þessara einstaklinga og hefja umræður um þessi mál sem hafa því miður verið aftarlega í forgangsröðinni þegar kemur að heilbrigðis- og lýðheilsumálum. Við hvetjum almenning til að taka þátt og segja sína skoðun með því að fara á geðheilbrigdi.is og koma þar á framfæri hvað beri að setja í forgang í geðheilbrigðismálum á Íslandi. 

Flosi Þorgeirsson, sjúkraliði, sagnfræðingur og tónlistarmaður er fyrsti viðmælandinn sem við kynnum til leiks. Hann hefur reynslu af því að starfa sem ófaglærður á geðdeild hér á landi en einnig sem faglærður í Danmörku og á Íslandi. Flosi hefur jafnframt notendareynslu en hann hefur talað opinskátt um baráttu sína við þunglyndi. Í viðtalinu segir hann frá dæmum sem benda til þess að hér á landi sé ekki verið að gera hlutina nógu vel og þar kemur einnig fram að brotið sé á mannréttindum fólks í geðheilbrigðiskerfinu. 

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram