Nú eru sjálfshjálparhópar Geðhjálpar komnir á fullt skrið eftir sumarfrí. Kvíðahópurinn fundar alltaf milli kl. 19 og 20.30 á miðvikudagskvöldum. Geðhvarfahópurinn fundar á fimmtudagskvöldum frá kl. 20. Fundirnir eru haldnir í húsakynnum Geðhjálpar við Borgartún 30, 2. hæð, og er aðgangur að sjálfsögðu ókeypis.
Áhugasamir eru hvattir til að mæta. Engin skráning, ekkert vesen!