Elín bauð sig fram í stjórn Geðhjálpar vegna reynslu hennar af geðheilbrigðisþjónustunni. Hún vill leggja sitt af mörkum og gera þjónustuna mannúðlegri og uppbyggjandi fyrir fólk sem þarf á aðstoð að halda. Að hennar mati þarf að taka tillit til einstaklingsins og vinna út frá hans þörfum til þess að koma í veg fyrir frekari skaða. Elín telur sig hafa þekkingu og hæfileika til þess að miðla þessum skilaboðum.