19. desember 2020

Í nær þrjá áratugi vann ég sem forstöðuiðjuþjálfi á geðheilbrigðissviði LSH. Ég hef skrifað greinar, haldið fyrirlestra, vinnustofur, námskeið sem tengjast geðrækt, geðheilbrigði og valdeflingu og allt land. Ég hef barist gegn fordómum og fyrir fjölbreyttari meðferðarúrræðum.

Ég hef fóstrað, með beinum stuðningi og leiðsögn, ýmsar nýjungar sem hlotið hafa athygli lof og viðurkenningar. Má þar nefna forvarnarverkefnið Geðrækt en tvær hugmyndanna þar komu úr minni smiðju, „Geðorðin tíu“ og „Geðræktarkassin“. Hugarafl, báráttufélag fyrir breyttum áherslum og fjölbreyttara vali meðferðar. „Notandi spyr notanda – NsN“ norsk rannsóknar aðferðafræði, þar sem notendur framkvæma gæðeftirlit á þjónustu og gera tillögur um úrbætur.

Ég var lektor og síðan dósent við HA frá 1990–2017. Hlutverkasetur þar sem ég starfa nú hjá er byggð á notenda- og batarannsóknum sem var rannsóknarnálgun mín við HA. Ég tel mið eiga töluvert inni í að halda áfram baráttunni og býð mig því fram til stjórnar Geðhjálpar með von um að nýtast í hennar vegferð til að bæta líf og þjónustu við fólk.

Geðhjálp

Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar

Fylgstu með

linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram