Guðrún Þórsdóttir hefur verið í stjórn Geðhjálpar frá 2022 og líkar það mjög vel. Hún hefur komið víða við í nefndarstörfum og hefur mikla reynslu af því að vinna með ungmennum sem mörg hver hafa geðrænar áskoranir en hjartað hennar slær sérstaklega hjá þeim. Sem ung kona átti hún sjálf við geðrænar áskoranir og alkóhólisma að etja og þekkir það að vera notandi heilbrigðisþjónustunnar sem og að vera hluti af kerfinu.