Hlynur Jónasson

Hlynur Jónsson hefur mikinn áhuga á því að stuðla að aukinni þátttöku í atvinnulífinu ásamt því að tengja Geðhjálp betur við vinnumarkaðinn og samtökin innan hans. Hann hefur auk þess haft löngun til að sjá að starf og stuðningur Geðhjálpar sé fyrir alla sem glíma við geðrænan og félagslegan vanda og þannig nálgast breiðari hóp sem þarf stuðning.

Hlynur hefur starfað við atvinnuráðgjöf með Geðsviði LSH eftir IPS hugmyndafræðinni í 6 ár. IPS er stuðnings- og atvinnuráðgjöf og er hluti af úrræðum í snemmíhlutun við geðrofseinkennum og geðklofa. Síðastliðin ár hefur Hlynur starfað við innleiðingu þessarar hugmyndafræði hjá Velferðarsviði Reykjavíkur en fyrir mun breiðari hóp, auk þess sem hann hefur einnig sinnt sjálfboðaliðastarfi fyrir Hlutverkasetur.

Hlynur er áhugamaður um tónlist, veiði, skíðamennsku og alla útivist og starfar sem leiðsögumaður í laxveiði á sumrin eins og tími gefst til.

Geðhjálp
Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
Fylgstu með
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram