19. desember 2020

Ragheiður Ösp heiti ég og er 38 ára, búsett í Reykjavík.

Árið 2003 sótti ég minn fyrsta fund hjá sjálfshjálparhópi félagsfælinna hjá Geðhjálp sem í dag er almennur sjálfshjálparhópur fólks sem glímir við kvíða. Síðustu fjögur ár hef ég verið ábyrgðarmaður hópsins, ásamt Sveini Ólafssyni síðasta árið. Ég sat í stjórn Geðhjálpar sem ritari 2017-2018 og býð mig nú aftur fram.

Ég hef mikinn áhuga á því að skoða geðrænar áskoranir út frá einstaklingnum og trúi á einstaklingsmiðaðar meðferðir þar sem hver og einn fær að finna sína braut. Hvort sem meðferðin tengist hefðbundnum lækningum eða ekki. Ég starfa sem jógakennari og hef sjálf leitað mér hjálpar í gegnum leiðir þar sem unnið er með líkama og huga sem eina heild, m.a. í gengum hreyfingu, öndun, skynjun, slökun og hugleiðislu. Eins er ég menntaður vöruhönnuður og hef starfað sjálfstætt við það síðustu 12 árin.

Geðhjálp

Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar

Fylgstu með

linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram