Sigmar Þór starfaði sem forstöðumaður yfir færanlegu búsetuteymi hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar en færði sig yfir í mannauðsteymi velferðarsviðs og kemur þar m.a. að stuðningi við stjórnendur þvert á svið sem starfa í málefnum barna og fjölskyldna, fatlaðs fólks og virknimálum. Sigmar Þór hefur því víðtæka reynslu af þverfaglegum samskiptum við stofnanir, s.s. Landspítalann og geðheilsuteymin, en þar sér hann mikil sóknarfæri til að efla enn frekar samráð milli ríkis og sveitarfélaga í þágu fólks sem þarf á þverfaglegum stuðningi að halda.