Sigríður Gísladóttir

Sigríður Gísladóttir starfar á Hringbraut 70, íbúðarkjarna fyrir konur með geðfatlanir og fjölþættan vanda, auk þess sem hún er sjálfboðaliði í Konukoti. Sigríður er þrítug og hefur verið aðstandandi allt hennar líf, en þar af leiðandi þekkir hún bæði erfiðar og góðar hliðar af andlegum veikindum og telur sig því hafa ágæta yfirsýn og þekkingu á geðheilbrigðiskerfinu hér á landi.

Það hefur alltaf verið hennar ástríða að berjast fyrir réttindum þeirra sem glíma við geðraskanir eða geðfötlun í samfélaginu. Sigríður veit hversu mikilvægt það er að geta fengið aðstoð á réttum stöðum, en hún hefur sem aðstandandi upplifað mikla fordóma og úrræðaleysi.

Á erfiðum tímabilum í lífi sínu kynntist hún sjálf því góða og mikilvæga hlutverki sem Geðhjálp sinnir í samfélaginu. Að hennar mati er það rótgróið samfélagsvandamál hversu lítil umræða á sér stað um aðstæður aðstandenda sem lenda í þeirri stöðu að engin úrræði virðast virka.

Helsta áhersla Sigríðar er á aðstandendur og börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda. Hún hefur verið í varastjórn Geðhjálpar í eitt ár og unnið mikið í bættum kjörum þessara hópa á þeim tíma.

Geðhjálp
Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
Fylgstu með
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram