19. desember 2020

Ég heiti Sigríður Gísladóttir og starfa á Hringbraut 70, íbúðarkjarna fyrir konur með geðfatlanir og fjölþættan vanda. Ég er einnig sjálfboðaliði í Konukoti. Ég er þrítug og hef verið aðstandandi allt migg líf. Þannig þekki ég bæði erfiðar og góðar hliðar af andlegum veikindum og tel mig hafa ágæta yfirsýn og þekkingu á geðheilbrigðiskerfinu hér á landi. Það hefur alltaf verið mín ástríða að berjast fyrir réttindum þeirra sem glíma við geðraskanir eða geðfötlun í samfélaginu.

Sjálf þekki ég af eigin reynslu, hvernig það er að hafa staðið með fjölskyldumeðlim allt mitt líf. Ég veit hvað það er mikilvægt að geta fengið aðstoð á réttum stöðum. En ég sem aðstandandi, hef mjög oft upplifað mikla fordóma og úrræðaleysi. Á erfiðum tímabilum í mínu lífi hef ég sjálf fengið að kynnast því góða og mikilvæga hlutverki sem Geðhjálp sinnir í samfélaginu. Það er rótgróið samfélagsvandamál hversu lítil umræða á sér stað um aðstæður aðstandenda sem lenda í þeirri stöðu að engin úrræði virðast virka.

Mín megin áhersla eru aðstandendur og börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda. Ég hef verið í varastjórn í eitt ár og hef unnið mikið í bættum kjörum þessara hópa á þeim tíma.

Geðhjálp

Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar

Fylgstu með

linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram