Sigrún Sigurðardóttir er fædd og uppalin á Ísafirði. Hún hefur m.a. starfað sem lögregluþjónn, hjúkrunarfræðingur, aðstoðarrektor við Kvikmyndaskóla Íslands og sem jógakennari. Síðustu ár hefur hún starfað sem dósent við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Sigrún er með doktorsgráðu í hjúkrunarfræði og fjalla rannsóknir hennar um áhrif ofbeldis í æsku á líf og heilsu á fullorðinsárum. Hún hefur m.a. haft yfirumsjón og skipulagt námskeið á meistarastigi um sálræn áföll, ofbeldi og áfallamiðaða nálgun.
Sigrún hefur komið að ýmsum félagasamtökum, ýmist sem stofnandi, meðlimur í stjórn eða fagráði, eða unnið á einhvern hátt með samtökum líkt og Gæfusporum (þverfaglegu meðferðarúrræði fyrir þolendur ofbeldis í æsku), Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi við HA, Berginu headspace (úrræði fyrir ungt fólk), Bjarmahlíð (miðstöð fyrir þolendur ofbeldis), Múrar brotnir (listsköpun og úrvinnsla fyrir fanga) og Krabbameinsfélagið Sigurvon á Ísafirði.