20. janúar 2017

Stofnfundur aðstandendahóps í Geðhjálp 24. janúar

Ágæti velunnari Geðhjálpar.

Við tvær mæður barna með geðraskanir með brennandi áhuga á að styrkja og efla samtakamátt foreldra og annarra aðstandenda fólks með geðrænan vanda.
Mikil vitundarvakning hefur orðið í málefnum geðsjúkra á síðustu misserum. Geðrænn vandi er orðinn mun minna feimnismál heldur en fyrir örfáum árum. Á sama hátt hefur fræðsla og skilningur á eðli vandans aukist.

Minna hefur farið fyrir röddum aðstandenda í umræðunni. Margir upplifa einangrun og vanmátt gagnvart því að styðja þann veika og aðra í fjölskyldunni ásamt því að uppfylla væntingar sínar um innihaldsríkt líf.
Með hliðsjón af þessari staðreynd höfum við ákveðið láta þann draum okkar rætast að stofna aðstandendahóp fyrir foreldra og aðra aðstandendur undir þaki Geðhjálpar.

Stofnfundur hópsins verður haldinn í húsakynnum Geðhjálpar við Borgartún 30 þann 24. janúar kl. 16.30.

Við hvetjum þig eindregið til að mæta og láta aðra vita af fundinum. Hann er öllum opinn og þátttaka í fundum aðstandendahópsins ókeypis.

Herborg Svana Hjelm og Helga Björg Dagbjartsdóttir.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram