3. ágúst 2021

Styrktarsjóður geðheilbrigðis auglýsir eftir umsóknum

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði íbúa Íslands og/eða skilning þar á.

Horft er sérstaklega til eftirfarandi yfirþátta þegar umsóknir eru metnar:

a. Valdefling notenda
b. Valdefling aðstandenda
c. Mannréttindi og jafnrétti
d. Nýsköpun

Fimm manna fagráð metur innsendar umsóknir og leggur tillögur að úthlutun styrkja fyrir sjóðsstjórn til ákvörðunar.

Umsóknarfrestur er til 17. september 2021 og skal skila inn umsóknum rafrænt á gedsjodur@gedsjodur.is. Umsækjendur þurfa að skila greinagóðri lýsingu á verkefnu (tímaáætlun þ.m.t) og hvernig því er ætlað að bæta geðheilbrigði. Fjárhagsáætlun og upplýsingar um fjámögnun skulu fylgja með.

Tilkynnt verður um úthlutanir þann 9. október 2021. Stykir eru ýmist greiddir í heilu lagi eða skipt niður eftir framvindu verkefna og er það fagráðs að koma með tillögur í því samhengi til sjóðsstjórnar.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram