Þjónusta

Frí ráðgjöf

Hjá Geðhjálp eru starfandi fagmenntaður ráðgjafi sem ætlað er að veita eftirfarandi þjónustu við fólk með geðraskanir og aðstandendur þeirra án endurgjalds. Bóka fría ráðgjöf.

Sjálfshjálparhópar

Í húsnæði Geðhjálpar að Borgartúni 30 eru starfandi nokkrir sjálfshjálparhópar. Að gefnu tilefni er rétt að taka það fram að þeir eru ekki á ábyrgð eða undir umsjá/eftirliti Geðhjálpar. Starfsfólk Geðhjálpar veitir þó fúslega upplýsingar um hópana í síma 570 1700 á skrifstofutímum.

 • Geðhvarfahópur – Fimmtudögum kl. 20:00
  Ábyrgðaraðili er Sveinn Rúnar Hauksson.
 • Sjálfshjálparhópur Pólverja – Fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar kl. 18:30
  Sjálfshjálparhópurinn er kjörinn vettvangur til að stuðla að góðri geðrækt, skiptast á reynslu og góðum ráðum. Ábyrgðaraðili er Katrzycka Kudrzycka.
  Zapraszamy do grupy wsparcia psychologicznego dla Polaków
  Grupa ta jest idealnym miejscem do promowania i wzmacniania zdrowia psychicznego jej członków po przez wymianę doświadczeń, wzajemne wsparcie i zrozumienie oraz udzielanie dobrych rad. Spotkania odbywaja się w siedzibie instytucji Geðhjàlp na Borgatún 30 w pierwszy i trzeci Czwartek każdego miesiaca o godz 18:30.
 • Í Vin, Hverfisgötu 47 er:
  Batahópur
   á miðvikudögum kl. 11:00 og
  Geðklofahópur á föstudögum kl. 13:30 til 14:30

Geðhjálp veitir margháttaða upplýsingamiðlun

 • Starfsfólk Geðhjálpar veitir almennar upplýsingar í síma 570 1700 og í gegnum netfangið gedhjalp@gedhjalp.is
 • Ráðgjafi Geðhjálpar, Helga Arnardóttir MSc í félags- og heilsusálfræði, veitir einstaklingsbundna ráðgjöf á staðnum, í síma, gegnum tölvupóst og gegnum Kara Connect. Hægt er að panta viðtal hjá ráðgjafa í gegnum þennan hlekk: Frí ráðgjöf. Líka er hægt að hringja í 570 1700 á opnunartíma skrifstofu til að panta tíma
 • Hægt er að nálgast upplýsingar um starfsemi Geðhjálpar, helstu geðraskanir og upplýsingar um önnur úrræði á heimasíðu Geðhjálpar gedhjalp.is
 • Hægt er að nálgast greinar um starfsemi  Geðhjálpar frá stofnun í greinarsafni samtakanna hérna: Greinasafn Geðhjálpar
 • Hægt er að nálgast upplýsingar um starfsemi Geðhjálpar, nýjustu fréttir og viðburði á facebook-síðu samtakanna Landssamtökin Geðhjálp.
 • Hægt er að óska eftir að fá fræðslu í skóla, á vinnustaði eða frístundaúrræði með því að hringja í síma 570 1700 eða senda tölvupóst í gegnum netfangið gedhjalp@gedhjalp.is
 • Hægt er að óska eftir að kynningarheimsóknum fámennari og fjölmennari hópa til Geðhjálpar með því að hringja í síma 570 1700 eða senda tölvupóst í gegnum netfangið gedhjalp@gedhjalp.is

Hagsmunagæsla

Ráðgjafar okkar veita stuðning og ráðgjöf ef upp koma mál þar sem fólk telur að brotið hafið verið á rétti þeirra varðandi geðheilbrigðisþjónustu. Ráðgjöfin getur farið fram með viðtali, símtali og tölvupósti.

Viðtöl eru veitt virka daga. Sé óskað eftir viðtali við ráðgjafa Geðhjálpar er best að hringja eða senda tölvupóst og panta tíma. Þessi tilhögun kemur í veg fyrir að farin sé fýluferð og til að fyrirbyggja langa bið.

Ef þú vilt panta tíma hafðu þá samband við okkur með því að:

Hringja í síma 570 1700 kl. 9-15 á virkum dögum, nema á föstudögum þegar lokað er á hádegi eða senda okkur tölvupóst.

Auðvitað er alltaf hægt að koma við á hjá okkur að Borgartúni 30 í Reykjavík kl. 9-15 á virkum dögum þó ekki nema til að fá kaffisopa.

Til að taka af allan vafa þá er ráðgjafi Geðhjálpar bundinn þagnarskyldu, hvernig svo sem vitneskja um persónulega hagi einstaklinga berst sem leynt á að fara samkvæmt lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992, lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 og 136 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Ef Geðhjálp ber fram eða fylgir eftir málum til lögbærra aðila, skal liggja fyrir því skriflegt samkomulag við hlutaðeigandi. Í þessu umboði felst heimild til íhlutunar og á stundum heimild til móttöku trúnaðargagna um og fyrir viðkomandi.

Geðhjálp
Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
Fylgstu með
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram