7. febrúar 2023

Þörf fyrir samfélagsbreytingar?

Nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum

Á þessari tveggja daga ráðstefnu verður gestum boðið að kynna sér önnur sjónarmið en þau sem hafa verið ríkjandi í geðheilbrigðismálum.

Fyrirlesarar eru aðilar sem hafa beitt sér á alþjóðavettvangi fyrir breyttri nálgun í geðheilbrigðismálum. Auk þeirra mun fólk með reynslu af tilfinningalegri vanlíðan og/eða fíkn leiða vinnustofur.

Við vonumst til þess að fólk, sem lætur sig geðheilbrigðismál varða, mæti og deili hugmyndum og taki þátt í nýsköpun og framþróun í málaflokknum. Við bjóðum leikmenn jafnt sem fagfólk velkomið.

Ráðstefnan er samstarfsverkefni Geðhjálpar, Bevisst Likepersonsarbeid og Intentional Peer Support.

Upplýsingar um viðburðinn

Fimmtudagur 27. apríl: Vinnustofur frá 9:00 til 16:00
Föstudagur 28. apríl: Ráðstefna frá 9:00 til 16:00
Gestafyrirlesarar: Robert Whittaker, Andrew Scull, James Davies, Magnus Hald, Chris Hansen and Lisa Archibald

Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica

Verð fyrir báða daga: 27.000 kr. – 7.000 kr. fyrir námsmenn og öryrkja
Verð fyrir föstudag: 14.000 kr. – 5.000 kr. fyrir námsmenn og öryrkja

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram