11.03:2020: Ný dagsetning komin fyrir málþingið: 22. október 2020. Sami staður, sömu tímasetningar, sama dagskrá.
Að höfðu samráði við Íslenska erfðagreiningu o.fl. aðila höfum við komist að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast í stöðunni sé að fresta málþinginu sem fara átti fram þann 12. mars nk. til haustsins. Okkur þykir þetta auðvitað leitt en í ljósi aðstæðna það eina rétta. Við munum finna nýja dagsetningu eins fljótt og auðið er og munum auglýsa þegar hún liggur fyrir.