Geðhjálp stendur fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur. Erindin verða haldin í sal Hlutaverkaseturs í Borgartúni 1, 105 Reykjavík kl. 20:00 og fara fram einn þriðjudag í mánuði. Boðið verður upp á kaffi og spjall að fyrirlestrinum loknum.
Fjórða fræðsluerindi vetrarins var haldið 16. janúar þegar Svava Brooks, TRE leiðbeinandi, fjallaði um TRE® (Tension, Stress & Trauma Releasing Excersises), sem er leið til að hjálpa líkamanum að losa um spennu, streitu og áföll sem liggja djúpt í vöðvum líkamans.
Viðbrögð við streitu og áföllum orsakast af uppsafnaðri, ólosaðri spennu (lífefnafræðilegri orku) sem myndast þegar streitan eða áfallið á sér stað. Með TRE er hægt að virkja náttúrlega slökunarferli líkamans, styrkja flökkutaugina, byggja up seiglu og þolmörk til að takast á við daglegt líf sem og efla einstaklinga í streitustjórnun.
Á fyrirlestrinum var farið yfir áhrif streitu á líf og líðan, hvernig unnið er með streitu og varnarviðbrögð líkamans og mikilvægi psoas/lundarvöðvans þegar unnið er með taugakerfið. Minna er meira þegar kemur að því að vinna með líkamann og munu hlustendur læra einfaldar aðferðir til að auka tengingu við líkamann sem með reglulegri notkun geta haft mikilvæg áhrif á heilsu og líðan.