17.03.2018

Aðalfundar Geðhjálpar
Borgartúni 30, 2. hæð

Dagskrá

Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, setti fundinn og skipaði með samþykki fundarins
(Svein) Allan Morthens fundarstjóra og Ragnheiði Ösp Sigurðardóttur fundarritara.

1.Tillögur um framboð til stjórnar kynntar.

Allan kynnti framboð til stjórnar Geðhjálpar.
Eftirfarandi buðu sig fram í aðal- og varastjórn:

1. Áslaug Inga Kristinsdóttir
2. Bergþór Böðvarsson
3. Einar Björnsson
4. Einar Þór Jónsson
5. Garðar Sölvi Helgason
6. Kolbrún Karlsdóttir
7. Maggý Hrönn Hermannsdóttir
8. Sylviane Pétursson-Lecoultre
9. Védís Drafnardóttir
10. Þórður Ingþórsson

2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.

Hrannar kynntiskýrslu stjórnar um liðið starfsár. Þar kom fram að starfsemin skiptist í ráðgjöf,
hagsmunagæslu, þekkingaruppbyggingu og innra starf á árinu. Ráðgjöfin hefði farið vaxandi
og gengið afar vel á árinu. Á svið hagsmunagæslu hefði áhersla verið lögð á að draga úr
nauðung og þvingun á sviði geðheilbrigðisþjónustu. Þar mætti m.a. nefna baráttu samtakanna
fyrir því að koma á fót starfshópi um fyrirframgefna ákvarðanatöku og fyrirlestur Sveins Rúnar
um nauðung í geðheilbrigðisþjónustu á Evrópuþingi félagsráðgjafa í Hörpu. Á sviði
þekkingaruppbyggingar hefði borið hæst barnageðheilbrigðisráðstefnu undir yfirskriftinni
Börnin okkar. Uppselt hefði verið á ráðstefnuna. Á sviði innra starfs væri af mörgum
áhugaverðum viðburðum að taka, m.a. hefði verið efnt til kvikmyndasýninga, batakvölds,
fræðslukvölds um kvíða og sjálfshálparhópar hefðu starfað af miklum krafti undir þaki
samtakanna. Hrannar tók fram að nú færi í hönd síðasta starfsár hans í formannshlutverkinu
og sagði að hann hefði í hyggju að ýta úr vör átaki á sviði lýðheilsu.

3. Kynning og staðfesting reikninga félagsins fyrir liðið reikningsár.

Jón Ellert Lárusson frá Spekt kynnti ársreikning Geðhjálpar fyrir árið 2017. Fram kom að
rekstrartekjur Geðhjálpar hefðu verið 77.664.632 kr. á árinu. Af þeim námu styrkir frá ríki og
Reykjavíkurborg samtals 21.500.000 kr. Aðrar tekjur voru 56.164.632 kr. eða 3.650.301 kr.
hærri upphæð en árið á undan. Þar bar hæst 34.406.364 kr. framlag styrktarfélaga í gegnum
styrktarsöfnun Miðlunar og 6.220.608 kr. styrk frá ÖBÍ. Afkoma af reglulegri starfsemi
Geðhjálpar var samtals 4.239.708 á árinu 2017.

4. Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.

Spurst var fyrir um hækkun í launakostnaði og háan bankakostnað. Anna Gunnhildur
Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði að hækkun launakostnaðarskýrðist af fjölgun
starfsmanna á síðasta ári. Hún sagði að hár bankakostnaður skýrðist af háum þjónustugjöldum
viðskiptabanka samtakanna varðandi innheimtu reikninga og utanumhald um greiðslur
styrktarfélaga. Hún tók fram að til stæði að semja um lægri þjónustugjöld við viðskiptabanka
samtakanna.

Spurst var fyrir um boðaða lýðheilsuherferð. Hrannar svaraði því til að herferðin yrði að breskri
fyrirmynd og snerist um að vekja athygli á því hversu mikil áhrif áföll hefðu á andlega heilsu
fólks.

Ársskýrsla Geðhjálpar var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

5. Ákvörðun um félagsgjald næsta árs.

Þórður Ingþórsson, gjaldkeri Geðhjálpar, lagði fram tillögu stjórnar um að árgjald til félagsins
hækkaði úr 2.000 kr. í 2400 á árinu. Spurst var fyrir um forsendur hækkunarinnar. Fram kom
að eðlilegt væri að hækka gjaldið enda hefði upphæðin ekki hækkað í mörg ár. Tillaga
stjórnar um hækkunina var samþykkt samhljóða.

6. Kynning á frambjóðendum til kosninga í stjórn Geðhjálpar.

Frambjóðendur kynntu stefnumál sín. Áslaug kynnti áherslur sínar í stuttu myndbandi. Aðrir
fluttu mál sitt úr pontu. Í framhaldi af kynningunum var gengið til kosninga um ársreikning
Geðhjálpar. Reikningurinn var samþykktur samhljóða.

7. Kosning fimm fulltrúa í aðalstjórn (þar af eins til eins árs), fjögurra fulltrúa í varastjórn
og tveggja skoðunarmanna.

Allan útskýrði fyrirkomulag kosninganna áður en gengið var til þeirra.

8. Kaffihlé.

Eftir að fundarmenn höfuð skilað inn atkvæðaseðlum var boðið upp á kaffi og hnallþóru frá
Klúbbnum Geysi.

10. Úrslit kosninga kynnt.

Allan kynnti niðurstöðu kosningarinnar.
Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

1. sæti: Garðar Sölvi Helgason (aðalstjórn)
2. sæti: Bergþór Böðvarsson (aðalstjórn)
3. sæti Áslaug Inga Kristinsdóttir (aðalstjórn)
4. sæti Sylviane Pétursson-Lecoultre (aðalstjórn)
5. sæti Einar Þór Jónsson (aðalstjórn til eins árs)
6. sæti Einar Björnsson (varastjórn)
7. sæti Þórður Ingþórsson (varastjórn)
8. sæti Védís Drafnardóttir (varastjórn)
9. sæti Maggý Hrönn Hermannsdóttir (varstjórn)

Kolbrún Karlsdóttir náði ekki kosningu.

Allan bar fram tillögu stjórnar um að skoðunarmenn reikninga yrðu áfram Guðlaugur
Ellertsson og Ingólfur H. Ingólfsson. Tillagan var samþykkt samhljóða.

11. Önnur mál.

• Sveinn Rúnar bað fundarmenn að þakka framkvæmdastjóra félagsins fyrir vel unnin
störf á árinu í fyrra. Honum var þakkað með lófataki. Í framhaldi af því fjallaði Sveinn
Rúnar um baráttu samtakanna gegn nauðung og þvingun í geðheilbrigðisþjónustu.
Hann lagði til að gerð yrði aðgerðaráætlun um hvernig þessari baráttu yrði háð.

• Hrannar talaði aðeins um stofnun á trúnaðarráði Geðhjálpar 14. apríl og hvernig
trúnaðarráðið mun vinna.

• Einar Þór þakkaði traustið og kosninguna í stjórn. Að lokum talaði hann aðeins um
nauðung út frá sinni fjölskyldu og hvernig nauðsynlegt væri að vinna með þetta.

12. Fundarslit.

Hrannar sleit fundi kl 15:58

Nýkjörin stjórn beðin um að hinkra fyrir myndatöku.

Reykjavík,

17.mars 2018

PDF-útgáfu er hægt að sjá hér