18.03.2017

Aðalfundar Geðhjálpar

Borgartúni 30, 2. hæð

Dagskrá

Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, setti fundinn. Hann stakk upp á fundarstjóra og fundarritara. Fundarstjóri var kosinn Sveinn Allan Morthens og fundarritari Ólöf Birna Björnsdóttir.

1.Tillögur um framboð kynntar.

Fundarstjóri kynnti framboð til formennsku, aðal- og varastjórnar. Í embætti formanns bauð Hrannar Jónsson, sitjandi formaður, sig einn fram. Í aðal- og varastjórn buðu sig fram tíu fulltrúar í níu sæti, þ.e. Amalía Vilborg Sörensdóttir, Einar Björnsson, Garðar Sölvi Helgason, Halldóra Pálsdóttir, Helga María
Alfreðsdóttir, Kári Auðar Svansson, Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, Steindór J. Erlingsson, Sveinn Rúnar Hauksson og Védís Drafnardóttir.

2. Skýrsla stjórnar Geðhjálpar um störf samtakanna á liðnu starfsári.

Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, kynnti skýrslu stjórnar um liðið starfsár. Helstu þættir í starfi Geðhjálpar voru ráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna, hagsmunagæsla, málþing og aðrir viðburðir. Geðhjálp tók þátt í samstarfsverkefninu Útmeð‘a með Hjálparsíma Rauða Kross Íslands. Verkefnið
miðar að því að efla geðheilsu ungs fólks. Áhersla var lögð á forvarnir gegn sjálfsvígum ungra karla árið 2015 og sjálfsskaða með áherslu á ungar konur árið 2016. Geðhjálp hefur einnig leitt stórt verkefni um stofnun Bataskóla á Íslandi.

3. Kynning og staðfesting reikninga félagsins fyrir liðið reikningsár.

Jón Ellert Lárusson frá Spekt kynnti ársreikning félagsins fyrir liðið starfsár. Fram kom að samtök hefðu skilað ríflega 8 mkr. hagnaði á árinu. Endurskoðendur og skoðunarmenn gerður engar athugasemdir við ársreikninginn.

4. Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.

Spurst var fyrir um kostnað vegna styrktarfélagasöfnunar Miðlunar fyrir Geðhjálp. Farið var í átak í fjölgun styrktarfélaga í lok ársins 2016 og því er upphæðin há á liðnu ári. Sá kostnaður mun skila sér á næstu árum.
Spurst var fyrir um endurgreiðslu frá TR en hún er vegna samnings Geðhjálpar við TR um ráðningu tveggja starfsmanna í hlutastarfi í gegnum verkefnið Atvinnu með stuðningi.

Sveinn Rúnar lýsti yfir ánægju með störf Geðhjálpar og Önnu Gunnhildar framkvæmdarstjóra. Þá lýsti hann yfir ánægju með samstarfið við Hrannar, formann.

Ársreikningur eru bornir upp og samþykktir samhljóða.

5. Ákvörðun um félagsgjald næsta árs.

Þórður Ingþórsson, gjaldkeri stjórnar, bar fram tillögu um óbreytt félagsgjald vegna góðrar fjárhagsstöðu samtakanna.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

6. Kynning og kosning formanns.

Hrannar Jónsson frambjóðandi til embættis formanns kynnti framboð sitt. Hann var sjálfkjörinn formaður Geðhjálpar til næstu tveggja ára með lófaklappi.

7. Kynning á frambjóðendum til kosninga í stjórn Geðhjálpar.

Hver frambjóðandi fékk 3 mínútur til að kynna stefnumál sín:

1. Amalía Vilborg Sörensdóttir (Anna les upp texta fyrir hana).
2. Einar Björnsson
3. Garðar Sölvi Helgason
4. Halldóra Pálsdóttir
5. Helga María Alfreðsdóttir
6. Kári Auðar Svansson
7. Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir
8. Steindór J. Erlingsson
9. Sveinn Rúnar Hauksson
10.Védís Drafnardóttir.

8. Kosning fimm fulltrúa í aðalstjórn (þar af eins til eins árs), fjögurra fulltrúa í varastjórn og tveggja skoðunarmanna.

Tillaga um að Ingólfur H. Ingólfsson og Guðlaugur Ellertsson verði skoðunarmenn var samþykkt með lófaklappi.

Síðan fór fram kosning til stjórnar og varastjórnar.

9. Kaffihlé.

Eftir að fólk hefur skilað sínu atkvæði er boðið upp á kaffi og veitingar.

10. Úrslit kosninga kynnt.

Fundarstjóri kynnti niðurstöðu kosningarinnar. Eftirfarandi hlutu kjör í samræmi við kosningu.

1. Kári Auðar Svansson
2. Steindór J Erlingsson
3. Sveinn Rúnar Hauksson
4. Halldóra Pálsdóttir
5. Helga María Alfreðsdóttir (kosin til eins árs).

Varastjórn

6. Einar Björnsson
7. Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir
8. Garðar Sölvi Helgason
9. Védís Drafnardóttir

11.Önnur mál.

• Sveinn Rúnar þakkaði góða kosningu og lagði áherslu á samstarf við aðrar þjóðir, m.a. í baráttunni gegn nauðung í geðheilbrigðisþjónustu.
• Einar Björnsson þakkaði fyrir góða kosningu og kynnti þátttöku sína í alþjóðlegu verkefni fyrir hönd Geðhjálpar. Markmið verkefnisins er að móta kennsluefni um geðraskanir fyrir hjúkrunarfræðinga í fjölþjóðlegu samstarfi. Námsefnið er hannað í samvinnu fólks með notendareynslu og háskólamenntaðra sérfræðinga. Námsefnið verður kennt af fólki með notendareynslu á Íslandi.
• Sveinn V. Ólafsson lýsti yfir ánægju sinni með hvað Geðhjálp stæði vel fjárhagslega. Hann lagði áherslu á mikivægi framtíðarstefnumótunar og henni væri fylgt til 5 til 10 ára.
• Sylviane Lecoultre sagðist hlakka til samstarfsins í nýrri stjórn og benti sérstaklega á að bæta þyrfti stöðu innflytjenda á Íslandi.
• Kári Auðar Svansson þakkaði góða kosningu og lofaði starf samtakanna.
• Steindór J. Erlingsson þakkaði fyrir sig og sagðist hlakka til að taka þátt í vinnu aktívista um að bæta hag fólks með geðrænan vanda.

12. Fundarslit.

Fundinum var slitið um kl. 16.00.

Ólöf Birna Björnsdóttir

Reykjavík,

18.mars 2017

PDF-útgáfu er hægt að sjá hér