19.03.2016

Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar setti fundinn. Fundarstjóri og fundarritari voru kjörnir.  Fundarstjóri var Halldór Gunnarsson og fundarritari Linda Dögg Hólm.

1.Tillögur um framboð til stjórnar kynntar.
Eftirtaldir buðu sig fram til stjórnar og varastjórnar Geðhjálpar: Ágúst Beaumont, Bergþór G. Böðvarsson, Kolbrún Karlsdóttir, Rakel Róbertsdóttir, Sigþrúður Þorfinnsdóttir, Sylviane Lecoultre, Védís Drafnardóttir og Þórður Ingþórsson.

2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar,
kynnti skýrslu stjórnar um liðið starfsár í grófum dráttum. Hægt er að nálgast skýrsluna í heild sinni hér.

3. Kynning og staðfesting ársreiknings félagsins fyrir liðið reikningsár.
Pétur Valdimarsson frá Spekt
kynnti ársreikning Geðhjálpar í stuttu máli en hann má nálgast í heild sinni hér.  Ársreikningurinn var samþykktur einróma af fundarmönnum.

4. Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.
Sveinn Rúnar Hauksson, varaformaður Geðhjálpar, ítrekaði markmið Geðhjálpar um að afnema nauðung og þvingun úr geðheilbrigðisþjónustu. Hann rifjaði upp að efnt hefði verið til samráðs um endurskoðun lögræðislaga. Hins vegar sagðist hann hafa orðið fyrir mikil vonbrigði með hversu skammt hefði verið komið til móts við óskir Geðhjálpar varðandi afnám nauðungar og þvingunar. Núgildandi lög væru alls ekki í samræmi við  Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

5. Ákvörðun um félagsgjald næsta árs.
Halldóra Pálsdóttir, gjaldkeri Geðhjálpar, kynnti tillögu stjórnar Geðhjálpar um að félagsgjald héldist óbreytt eða 2.000 kr. Tillagan var samþykkt einróma af fundagestum.

6. Tillögur til lagabreytinga.
Hrannar Jónsson
, formaður Geðhjálpar, kynnti tillögu stjórnar um lagabreytingu þess efnis að Geðhjálp héti Landssamtökin Geðhjálp.

Breytingartillaga frá Sveini Rúnari Haukssyni: 1.gr. Félagið heitir Geðhjálp og er landssamtök þeirra sem láta sig geðheilbrigðismál varða.   Þar sem talað væri um Geðhjálp í lögunum yrði talað um landssamtökin Geðhjálp með litlu elli. Breyting var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

7. Kynning á frambjóðendum til kosninga í stjórn Geðhjálpar.
Frambjóðendur fengu þrjár mínútur til að kynna sig. Anna Gunnhildur las upp kynningu fyrir Sigþrúði og Sylviane þar sem þær voru fjarverandi.

8. Kosning átta stjórnarmanna (fimm í aðalstjórn og þriggja í varastjórn) og tveggja skoðunarmanna.
Tillaga sett fram um að Ingólfur H. Ingólfsson og Guðlaugur Ellertsson yrðu skoðunarmenn og var hún samþykkt samhljóða. Síðan var gengið til kosninga.
9. Kaffihlé og veitingar.
10. Úrslit kosninga kynnt.

  1. Sylviane Lecoultre
  2. Þórður Ingþórsson
  3. Bergþór G. Böðvarsson
  4. Ágúst Beaumont
  5. Sigþrúður Þorfinnsdóttir (aðalstjórn til eins árs vegna úrsagnar Einars Kvarans)
  6. Rakel Róbertsdóttir
  7. Kolbrún Karlsdóttir
  8. Védís Drafnardóttir
  9. Önnur mál.

Maggý þakkaði starfsfólki Geðhjálpar fyrir gott starf og sagðist hlakka til að vinna með nýskipaðri stjórn.

Bergþór Böðvarsson kynnti tillögu frá félagsmanni Geðhjálpar um að skoðað yðri hvort til greina kæmi að félagið beitti sér fyrir því að nafninu á Kleppi yrði breytt í Dögg.

Sveinn Rúnar þakkaði fráfarandi stjórnarmönnum fyrir vel unnin störf. Hann sagði ekki meginatriði að breyta nafninu á Kleppi heldur fella trén í kring sem skýla fallegri byggingu.

Fundarslit.

Hrannar Jónsson þakkaði fráfarandi stjórnarmönnum vel unnin störf. Nefndi helstu baráttumálin framundan og sleit fundi kl. 15.50.

Reykjavík,
19.mars.2016