21.03.2015

Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, setti fundinn.

Formaðurinn tilnefndi S. Allan Morthens fundastjóra og Lindu Dögg Hólm fundarritara. Fundurinn samþykkti báðar tilnefningarnar.

1.Tillögur um framboð til stjórnar kynntar.
Fundarstjóri kynnti framboð til stjórnar og varastjórnar. Eftirfarandi gáfu kost á sér: Auðna Ýrr Oddsdóttir, Einar Kvaran, Halldóra Pálsdóttir, Jón Tryggvi Sveinsson, Maggý Hrönn Hermannsdóttir, Sveinn Rúnar Hauksson, Védís Drafnardóttir og Þórður Ingþórsson.

2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
Hrannar Jónsson, formaður Geðhálpar, fór yfir skýrslu stjórnar og hvatti fundargesti til að kynna sér innihald hennar í fyrirliggjandi gögnum.

3. Kynning og staðfesting reikninga félagsins fyrir liðið reikningsár.
Jón Ellert Lárusson frá Spekt kynnti niðurstöðu ársreiknings Geðhjálpar. Reikningurinn hafði verið samþykktur af endurskoðanda og skoðunarmönnum. Farið var yfir rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymi, sundurliðanir á launum, rekstarkostnað og annan tilfallandi kostnaði. Engar athugasemir voru gerðar við reikninginn af fundargestum.

4. Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.
Ársreikningur var samþykktur samhljóða af fundagestum. Engar umræður voru um ársskýrsluna.

5. Ákvörðun um félagsgjald næsta árs.
Þórður Ingþórsson, gjaldkeri, kynnti tillögu stjórnar um félagsgjald næsta árs.

Árgjald yrði óbreytt 2.000 kr. Tillagan var samþykkt samhljóða af fundagestum.

6. Tillögur til lagabreytinga.
Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, kynnti tillögu stjórnar um lagabreytingu.

Kosning vegna lagabreytinga: 3 gr., breyting samþykkt samhljóða, 4 gr., breyting samþykkt samhljóða, 12 gr., breyting samþykkt samhljóða, 13. gr., breyting samþykkt samhljóða. Breytingarnar tóku gildi strax að fundi loknum.

Bent var á að alls staðar þyrfti að tala um Landssamtök í lögum Geðhjálpar. Breytingin verður væntanlega gerð á næsta ári.

7. Kynning á frambjóðendum til kosninga í stjórn Geðhjálpar.
Hrannar Jónsson gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku og var hann sjálfkjörinn. Sitjandi stjórnarmenn Geðhjápar eru Sigrún Heiða, Róbert Lagerman, Bergþór Pálsson og Sylviane Lecoultre. Héðinn Unnsteinsson dró sig í hlé fyrir áramót.

Hver frambjóðandanna átta kynnti helstu stefnumál sín á tveimur mínútum.

Eyjólfur Kolbeins, félagi í Geðhjálp til margra ára, flutti ljóð eins og hann gerði á siðasta aðalfundi.

„Geðhjálp er að breyta til

Kætist allur fjöldinn

Þetta er ekkert laumuspil

Eða pukur bakvið tjöldin“


8. Kosning fjögurra fulltrúa í aðalstjórn, fjögurra fulltrúa í varastjórn og tveggja skoðunarmanna.
Gengið var til kosninga, Davor Purusic, S. Allan Morthens og Kara Ásdís sáu um atkvæða talningu. Samþykkt var tillaga um að Ingólfur H. Ingólfsson og Guðlaugur Ellertsson yrðu skoðunarmenn ársreiknings yfirstandandi árs.

9. Kaffihlé og kynning á nýju húsnæði Geðhjálpar.
Fundagestir fengu kynningu og teikningu af fyrirhuguðu skipulagi í nýja húsnæðinu.

10. Úrslit kosninga kynnt og var svohljóðandi í samræmi við vægi atkvæða:

  1. Halldóra Pálsdóttir
  2. Sveinn Rúnar Hauksson
  3. Maggý Hrönn Hermannsdóttir
  4. Einar Kvaran
  5. Þórður Ingþórsson
  6. Auðna Ýrr Oddsdóttir
  7. Védís Drafnardóttir
  8. Jón Tryggvi Sveinsson
  9. Önnur mál.

Sveinn Rúnar þakkaði fyrir kjörið og lýsti yfir ánægju sinni með nýja stjórnarmenn. Hann sagði vonbrigði að ekki hefði verið gengið lengra í að draga úr ofbeldi og þvingun í fyrirliggjandi drögum að frumvarpi til breyting á lögræðislögum. Sveinn Rúnar hvatti til að klappað yrði fyrir Önnu Gunnhildi, framkvæmdastjóra, fyrir framlag hennar til uppbyggingastarfsins á árinu. Hún fékk gott lófaklapp frá fundargestum. Sveinn sagði eftirsjá af Héðni Unnsteinssyni úr stjórninni.

Héðinn Unnsteinsson, fráfarandi stjórnarmaður, sagði frá störfum sínum við vinnu við endurskoðun lögræðislaga. Hann tók fram að lögin væru í vinnslu og enn væri tækifæri til að hafa áhrif á niðurstöðuna. Hann fjallaði einnig um vinnu sína í stýrihópi um mótun geðheilbrigðisstefnu. Héðinn óskaði félaginu gæfu og góðs gengis í framtíðinni og að áfram yrði unnið að baráttumálum félagsins í auðmýkt með gildi þess hugrekki, mannvirðingu og samhygð að leiðarljósi.

Hrannar Jónsson tók til máls og svaraði spurningunni um hversu oft stjórnin hittist. Stjórnin hittist einu sinni í mánuði og hefð væri fyrir mætingu bæði aðal- og varamanna. Varastjórn hefði þó ekki atkvæðarétt ef aðalstjórnin væri fullmönnuð. Spennandi verkefni væri framundan hvað varðaði nýtt húsnæði og ráðstefnur á næsta leiti.

Einar Kvaran tók fram að hann hefði bæði reynslu sem notandi og starfsmaður. Hann fjallaði um nauðung og nefndi að í Noregi væri ólum beitt í stað lyfjagjafar þegar viðkomandi væri álitinn hættulegur sjálfum sér. Hann tók fram að notendur hefðu andmælarétt og gætu kært nauðung til sérstakrar nefndar þar í landi. Einar velti því upp hvort ódýrara væri að nota sprautur en belti og hvort ástæða væri til að skoða hvort og hvernig fjárhagssjónarmið spiluðu inn í  að ein leið væri valin frekar en önnur.  Hann tók jafnframt fram að full ástæða væri fyrir Geðhjálp að beita sér í búsetumálum fólks með geðraskanir hjá sveitarfélögunum. Hann hefur reynslu af störfum í búsetukjarna hjá borginni.

Anna Gunnhildur tók að lokum til máls. Hún sagði að mikilvægt væri að gleyma ekki að árangur hefði náðst í baráttunni því að hún væri á löng og ströng. Hún nefndi að árangur hefði náðst við endurskoðun lögræðisleganna, í þjónustu við börn og ungmenni með tvíþættan vanda og úrræðum fyrir mikið veika fanga. Jafnframt hvatti hún fundargesti til að lesa sér frekar til um starfsemina í ársskýrslu Geðhjálpar. Hún þakkaði starfsmönnum, sjálfboðaliðum og fráfarandi stjórn fyrir frábært samstarf og hlakkar samstarfsins á næsta starfsári.

11. Fundarslit.
Hrannar Jónsson sleit fundinum kl. 16:10.