2015 Desember

Kæri félagi Geðhjálpar,

Í tilefni jólanna viljum við bjóða þér og fjölskyldu þinni í árlegt opið hús Geðhjálpar í nýju húsnæði samtakanna að Borgartúni 30, 2. hæð til vinstri, miðvikudaginn 23. desember.

Með innliti til okkar gefst ykkur kjörið tækifæri til að kynnast daglegri starfsemi samtakanna og einstökum verkefnum þess að undanförnu.

Boðið verður upp á drykki og veitingar í anda jólanna ásamt því að allir gestir fá lítinn jólapakka. Jólakvikmynd við allra hæfi verður sýnd kl. 14.00.

Yfirstandandi ár hefur verið óvenju viðburðaríkt á geðheilbrigðissviðinu. Vitundarvakning  meðal almennings hefur ýtt undir þrýsting um umbætur í geðheilbrigðisþjónustu. Sá þrýstingur hefur skilað sér í nokkrum, mikilvægum framfaraskerfum, m.a. innan fyrstu íslensku geðheilbrigðistefnunnar.

Við trúum því að með þinni hjálp hafi Geðhjálp átt þátt í þessari jákvæðu þróun og viljum færa þér okkar bestu þakkir fyrir árangursríkt samstarf á árinu.

Við óskum þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á næsta ári.

Fyrir hönd Geðhjálpar,

Anna Gunnhildur Ólafsdóttur, framkvæmdastjóri.