2017 Mars

Kæri félagi,

Vanlíðan ungs fólks hefur því miður farið vaxandi á Íslandi frá árinu 2013 og er meðal annars talið að hátt í 30% stúlkna í 9. bekk þjáist af hamlandi kvíða. Ástandið er alvarlegra og úrræðin færri á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu.

Nýverið lagði því fulltrúi okkar land undir fót, ásamt fulltrúa Hjálparsíma Rauða krossins, í þeim tilgangi að fræða framhaldsskólakennara á landinu öllu um sjálfsskaða og sjálfsvígshættu ungs fólks. Framtakið er þáttur í forvarnaverkefninu Útmeð‘a. Markmið þess er að hvetja ungt fólk til að tjá sig um andlega líðan sína og leita sér aðstoðar. Afar brýnt er að framhaldsskólakennarar séu meðvitaður um helstu merki vanlíðunar meðal ungs fólks og búi yfir þekkingu til að bregðast rétt við.

Bataskóli í bígerð
Geðhjálp vinnur einnig að fullum krafti að undirbúningi svokallaðs bataskóla á Íslandi. Bataskólar veita fólki með geðræna erfiðleika þekkingu og innsæi inn í andleg veikindi af ólíku tagi, hjálpa því að draga úr og/eða lifa með einkennunum og taka stjórn á eigin lífi með persónubundin markmið að leiðarljósi. Tveir verkefnisstjórar halda utan um skólann og munu leiða kynningarstarf um starfsemina á vordögum. Stefnt er að því taka fyrstu nemendurna inn í skólann í haust. Við hlökkum til að kynna þetta mikilvæga verkefni betur fyrir þér fljótlega. to change this text.

Fimmtán manna undirbúningshópur sótti námskeið í hugmyndafræði og rekstri bataskóla við bataskólann í Nottingham um miðjan febrúar. Starfsemi slíks skóla Íslandi fer í gang að frumkvæði Geðhjálpar í haust. Á myndinn eru Magnús, Ingveldur, Jón Hlífar, Iðunn, Sólveig, Ólöf Birna og Helga.

Fimmtán manna undirbúningshópur sótti námskeið í hugmyndafræði og rekstri bataskóla við bataskólann í Nottingham um miðjan febrúar. Starfsemi slíks skóla Íslandi fer í gang að frumkvæði Geðhjálpar í haust. Á myndinn eru Magnús, Ingveldur, Jón Hlífar, Iðunn, Sólveig, Ólöf Birna og Helga.

Senn líður að aðalfundi Geðhjálpar í húsakynnum okkar í Borgartúni 30. Fundurinn fer fram laugardaginn 18. mars kl. 14.00. Hápunktur fundarins verður kosning formanns og fulltrúa í aðal- og varastjórn samtakanna. Enn eru laus sæti í stjórnina og eru áhugasamir beðnir um að tilkynna um framboð í gegnum netfangið ago@gedhjalp.is  eigi síðar en á hádegi laugardaginn 11. mars. 

Þú og aðrir félagar eru hvattir til að kynna sér starfsemi félagsins með því að sækja fundinn.

Með bestu kveðju fyrir hönd Geðhjálpar,
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri