2018 Desember

Kæri félagi í Geðhjálp!

Í tilefni jólanna bjóðum við þér og fjölskyldu þinni í árlegt opið hús Geðhjálpar í húsnæði samtakanna að Borgartúni 30 miðvikudaginn 19. desember milli kl. 13 og 16.

Boðið verður upp á drykki og veitingar í anda jólanna ásamt því að allir gestir fá lítinn jólapakka. Jólakvikmynd við allra hæfi verður sýnd kl. 13:00.

Geðhjálp hefur náð eftirtektarverðum árangri á árinu. Almannaheill, samtök þriðja geirans, veittu samtökunum viðurkenninguna Fyrirmynd 2018. ÖBÍ bætti um betur með Hvatningarverðlaunum til Bataskólans og tilnefningu Peysuverkefnis Útmeð‘a til sömu verðlauna.

Viðurkenningarnar fela í sér staðfestingu á því að að baráttan okkar í þágu fólks með geðrænan vanda skili árangri  og hvatningu um að gera enn betur í framtíðinni.

Um hátíðarnar gefst tími til að hvílast, gleðjast og safna kröftum fyrir baráttuna framundan. Geðhjálp óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla og hlakkar til samfylgdarinnar á næsta ári.

Frá vinstri: Ketill Berg Magnússon, formaður Almannaheilla, Guðni Th. Jóhannesson, forseti, Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar og Fanney Karlsdóttir, verkefnastjóri Heimsmarkmiðanna.

Frá vinstri: Ketill Berg Magnússon, formaður Almannaheilla, Guðni Th. Jóhannesson, forseti, Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar og Fanney Karlsdóttir, verkefnastjóri Heimsmarkmiðanna.

Með bestu kveðju,
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri