2019 Apríl

Kæri sktarfélagtyri

Því miður hefur vaxandi ríkidæmi ekki fært ungu fólki á Íslandi betri líðan. Þvert á móti hefur kvíði, þunglyndi og annar geðrænn vandi meðal ungs fólks færst í vöxt á allra síðustu árum.

Geðhjálp hefur tekið virkan þátt í umræðunni um vandann og vill stuðla að raunverulegum umbótum í þjónustu. Liður í því er samstarf okkar við Bergið um málþing í næstu viku undir yfirskriftinni: Opnar dyr fyrir okkar fólki. Þar verður lögð áhersla á að fjalla um lágþröskuldaþjónustu fyrir ungt fólk sem ætlunin er að setja á fót á Íslandi að forskrift Headspace í Ástralíu.

mynd

Aðalgestur málþingsins er Patrick McGorry, stofnandi Headspace í Ástralíu. Einnig verður fjallað verður um starfsemi Headspace í Danmörku, uppbyggingu Headspace lágþröskuldaþjónustu á Íslandi og aðrar spennandi nýjungar á þessu sviði.

Við hvetjum þig til að sækja þessa spennandi ráðstefnu og miðla dagskránni til annarra áhugasamra, t.d. í gegnum Facebook. Skráning fer fram hjá verkefnastjóra og er ráðstefnan að vanda frí fyrir félaga í Geðhjálp.

Hlökkum til að sjá þig!
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri