2019 Febrúar

Kæri félagi,

Öflugt starf Geðhjálpar byggir ekki hvað síst á virkri þátttöku sjálfboðaliða í stjórn og annarri starfsemi samtakanna. Nú gefst félagsmönnum einstætt tækifæri til að leggja sitt af mörkum til baráttunnar með því að gefa kost á sér í stjórn og varastjórn Geðhálpar.

Við óskum eftir framboðum frá félagsmönnum með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu af geðheilbrigðiskerfinu, hlutverki aðstandenda og áhugafólki um málaflokkinn.

Tilkynna þarf framboð með því að senda mynd og örfáar línur um hvað viðkomandi er að bardúsa í lífinu og ástæður framboðsins í gegnum netfangi ago@gedhjalp.is fyrir laugardaginn 9. mars næstkomandi.

2019 febrúar

Allir félagar eru svo hvattir til að mæta á aðalfund Geðhjálpar í húsakynnum samtakanna að Borgartúni 30, 2. hæð, laugardaginn 16. mars kl. 14:00. Þar verður kosið um formann og fulltrúa í stjórn og varastjórn, farið yfir reikninga og ársskýrslu samtakanna fyrir liðið ár, sjá frétt á Facebook-síðu Landssamtakanna Geðhjálpar og heimasíðunni www.gedhjalp.is.

Vinsamlega athugið að til að hafa kosningarétt og kjörgengi á fundinum þurfa félagar að hafa greitt minnst eitt styrktarfélagagjald eða árgjald fyrir yfirstandandi ár.

Sjáumst hress á aðalfundinum,
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri

5