2019 Maí

Kæri félagi

Geðhjálp mætir 40 ára afmælisári sínu með fangið fullt af áskorunum. Þegar þörfin er víða getur reynst snúið að átta sig á hvar kröftum samtakanna er best varið hverju sinni.

Nýkjörin stjórn Geðhjálpar leitar því eftir viðhorfi þínu á því á hvaða sviði innan baráttunnar hún ætti helst að beina kröftum sínum.

Okkur þætti vænt um að þú legðir okkur lið í að gera starfið enn markvissara með því að svara örstuttri, nafnlausri könnun.

Könnunina má nálgast hér.

Niðurstöðurnar verða notaðar sem innlegg inn í stefnumótun Geðhjálpar til næstu tveggja ára.

Takk fyrir að taka þátt í hagsmunabaráttu fólks með geðraskanir og geðfötlun.
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.

oli