2020 Apríl

Kæri styrktarfélagi,

Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að huga að geðheilsunni. Hér eru nokkuð ráð frá okkur í Geðhjálp sem við hvetjum þig til að hafa í huga og deila með vinum og vandamönnum á þessum óvenjulegu tímum. Nánari útskýringar á hverju ráði fyrir sig má finna hér.

Ráð til þess að gæta geðheilsunnar á tímum COVID-19

1. Leitaðu upplýsinga frá opinberum aðilum
Á veraldarvefnum er að finna hafsjó af beinlínis röngum upplýsingum um COVID-19. Að forðast þessar upplýsingar og halda sig við staðreyndir er lykillinn að því að komast hjá ótta og kvíða.

2. Settu þér mörk í tengslum við fjölmiðlanotkun
Stöðug notkun fjölmiðla og samfélagsmiðla í tengslum við fréttir af COVID-19 getur magnað tilfinningar eins og áhyggjur og kvíða.

3. Hugsaðu um eigin velferð og heilbrigði
Reyndu að halda í daglegar athafnir og venjur eins og hægt er: Borðaðu hollan mat, gættu að svefni og gerðu hluti sem veita þér ánægju.

4. Vertu í sambandi við aðra og veittu fólki í kringum þig stuðning
Að vera í góðu sambandi við fjölskyldu og vini getur dregið úr streitu af völdum COVID-19. Að tala við einhvern um tilfinningar er góð leið til þess að takast á við andlegar áskoranir.

5. Haltu í vonina og hugsaðu jákvætt
Einbeittu þér að jákvæðu hlutunum í lífi þínu. Í stað þess að hugsa um þá sem eru veikir er hægt að hlusta á sögur þeirra sem hafa náð sér af COVID-19 og/eða þá sem stutt hafa aðstandendur eða vini í gegnum veikindin og bataferlið.

6. Lærðu að þekkja tilfinningar þínar og viðurkenndu þær.
Við þær aðstæður sem nú eru uppi í samfélaginu er eðlilegt að vera spenntur, uppstökkur, kvíðinn, finnast ástandið yfirþyrmandi auk annarra tilfinninga. Leyfðu þér að staldra við og gangast við því og tjá það sem þú ert að upplifa.

7. Talaðu við börnin um COVID-19 faraldurinn
Það er afar mikilvægt að aðstoða börn í tengslum við streitu og vernda þau fyrir stormi COVID-19 upplýsingaflæðis. Leggðu þig fram við að svara spurningum þeirra um faraldurinn á þann hátt sem börn skilja.

8. Leitaðu til fagaðila eftir stuðningi
Hjálparsími Rauða krossins er 1717 en þar er í boði ráðgjöf allan sólarhringinn og sími Geðhjálpar er 570-1700.

Við hvetjum fólk til að hlúa vel að sér á þessum tímum samkomubanns og einangrunar. Tölum saman og styðjum hvert annað. Það skiptir máli.

Með kveðju,
Grímur Atlason,
framkvæmdastjóri Geðhjálpar