2020 Júní

Kæri styrktarfélagi,

Geðheilsa er undirstaða samfélagsins og það er okkar að fara vel með hana. Fordómar eru því miður enn fyrir hendi gagnvart geðrænum áskorunum. Þess vegna er mikilvægt að við séum til staðar fyrir fólk sem glímir við slík verkefni.

Ráðgjafaþjónusta Geðhjálpar er einn af hornsteinum starfsemi okkar. Í COVID-ástandinu fjölguðum við ekki aðeins viðtalstímum verulega heldur tókum við einnig upp öruggt netspjall.

Þannig gátu notendur þjónustunnar talað beint við ráðgjafa okkar auk þess sem hægt var að bóka viðtöl á netinu, nokkuð sem áður var aðeins hægt með símtali eða tölvupósti. Þannig viljum við nálgast starf Geðhjálpar til framtíðar, nýta tæknina og vinna að lausnum fyrir yngri notendur.

Eins og sjá má nýtir fjölbreyttur hópur sér þjónustu samtakanna og það gleður okkur að geta komið til móts við og aðstoðað fólk víðs vegar um landið, af öllum kynjum og aðstandendur jafnt sem notendur geðheilbrigðisþjónustunnar.

Eins og sjá má nýtir fjölbreyttur hópur sér þjónustu samtakanna og það gleður okkur að geta komið til móts við og aðstoðað fólk víðs vegar um landið, af öllum kynjum og aðstandendur jafnt sem notendur geðheilbrigðisþjónustunnar.

Þetta er í takti við stefnu Geðhjálpar til næstu tveggja ára en eitt af markmiðum okkar er að stórefla stuðning í formi fræðslu og ráðgjafar. Það getum við eingöngu með þinni hjálp og annarra styrktarfélaga.

Þegar þú veist ekki hvert á að leita, þá erum við þar.

Þegar þú þarft ráðgjöf en átt enga peninga, þá erum við þar.

Þegar þú veist ekki hver réttur þinn er, þá erum við þar.

Þegar þú vilt bara fá að tala, þá erum við þar.

Þakka þér fyrir að styðja við mikilvægt starf Geðhjálpar!

Með bestu kveðjum,

Grímur Atlason,

framkvæmdastjóri