2017 Maí

Kæri félagi,
Við hjá Geðhjálp viljum vekja athygli þína á tveimur sýningum á þremur glænýjum heimildarkvikmyndum á sviði geðheilbrigðis í vikunni.

Fyrsta kvikmyndin ber heitið Cause of Death: Unknown og fjallar um rannsókn norska kvikmyndaleikstjórans Anniken Hoel á því hvað leiddi Renötu, eldri systur hennar, til dauða langt fyrir aldur fram. Renata lést skyndilega, 35 ára gömul, eftir að hafa gengið í gegnum erfiða lyfjameðferð í kjölfar geðrænna veikinda. Rannsókn Anniken leiðir hana á vit fleiri syrgjandi ættingja fólks með geðraskanir og eftirlitsaðila í lyfjaiðnaðinum svo ekki sé minnst á fulltrúa sjálfs lyfjaiðnaðarins. Cause of Death: Unknown hefur hlotið mikla athygli víða um heim frá því að hún kom út fyrr á árinu. Kvikmyndin verður sýnd í sal 3 í Bíó Paradís kl. 17:00 miðvikudaginn 10. maí. Andrew Grant, framleiðandi myndarinnar, svarar spurningum áhorfenda að lokinni sýningu.

proud

Þá stendur Geðhjálp fyrir sýningu á tveimur nýjum heimildamyndum, Crazywise og Emerging Proud. Sýningarnar fara fram í húsakynnum okkar við Borgartún 30, föstudaginn 12. maí milli kl. 17.00 og 21.00. Þema myndanna tveggja snýr að því hvað læra megi af andlegri upplifun fólks með geðraskanir. Myndirnar verða sýndar í fimmtán borgum víðsvegar um heiminn í tilefni Emerging Proud-átaksins þann 12. maí næstkomandi.

Kvikmyndasýningarnar eru öllum opnar og aðgangur ókeypis.
Með bestu kveðju, Anna Gunnhildur.

Við minnum á ráðstefnu Hugarafls um lyfjanotkun, sem fer fram fimmtudaginn 11. maí á Nordica Hilton að Suðurlandsbraut 2 og stendur frá klukkan 13:00 til 17:00.

coduposter