Geðhjálp býður
þér og þínum í létta fjallgöngu
upp Úlfarsfell undir leiðsögn Ágústar Guðmundssonar,
Útmeð‘a hlaupara með meiru fimmtudaginn 26. maí.
Lagt verður í‘ann frá Geðhjálp í Borgartúni 30 kl. 19.30.
Áætluð koma í bæinn er kl. 22.00.
Mælt er með íþrótta- eða gönguskóm og þægilegum fatnaði.
Hlífðarfatnaður ræðst af veðri.
Gott er að taka með sér plastflösku með vatni.
Vinsamlega skráið ykkur í gegnum gedhjalp@gedhjalp.is
eða hringið í síma 570-1700 og látið vita hvort ykkur vantar far að Úlfarsfelli.
Sjáumst hress á fimmtudaginn!